top of page

Úttekt á Kötlu jarðvangi (Katla UNESCO Global Geopark) 3. - 6. júní 2025

  • sigurdur5
  • Jun 26
  • 2 min read

Katla jarðvangur var stofnaður 2010 en síðan 2015 hefur hann verið hluti af þriðju staðarskrá UNESCO, UNESCO Global Geoparks. Slíkir jarðvangar þurfa að gangast undir gæðavottun fjórða hvert til að viðhalda vottuninni. Hverju sinni sendir UNESCO tvo úttektaraðila til að taka út starfsemina og hvernig gengið hafi að bregðast við fyrri ábendingum. Að þessu sinni komu hingað Asier Hilario frá Baskalandi á Spáni og Nicolas Klee frá Suður-Frakklandi.

Úttektin stóð í fjóra daga þar sem fjölmargir staðir voru heimsóttir í sveitarfélögunum þremur; Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Forsvarsmenn sveitarfélagana kynntu gestunum starfsemina en auk þess heimsóttu gestirnir ýmsa samstarfsaðila jarðvangsins.


Starfsmenn jarðvangsins, þau Jóhannes M. Jóhannesson og Ann Peters, fylgdu gestunum um jarðvanginn auk Sigurðar Sigursveinssonar stjórnarmanns Kötlu jarðvangs.


Úttektaraðilarnir voru ákaflega hrifnir af stórbrotinni og fjölbreyttri náttúru jarðvangsins og munu nú í kjölfarið skila ítarlegri skýrslu til UNESCO þar sem sérfræðinefnd fer yfir hana og ákveður hvort jarðvangurinn haldi vottun sinni næstu fjögur árin (grænt), til næstu tveggja ára (gult) eða hvort hann missir vottunina (rautt). Niðurstaðan mun liggja fyrir nú í haust eða í byrjun næsta vetrar.

Frá vinstri: Tómas Birgir Magnússon oddviti Rangárþings eystra og formaður stjórnar Kötlu jarðvangs, Jóhannes M. Jóhannesson jarðfræðingur og úttektaraðilarnir Nicolas Klee og Asier Hilario við upphaf göngustígsins að Kvernufossi
Frá vinstri: Tómas Birgir Magnússon oddviti Rangárþings eystra og formaður stjórnar Kötlu jarðvangs, Jóhannes M. Jóhannesson jarðfræðingur og úttektaraðilarnir Nicolas Klee og Asier Hilario við upphaf göngustígsins að Kvernufossi
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður Kötlu jarðvangs greindi gestunum frá því að jarðvangurinn geti verið aflvaki breytinga í samfélaginu
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður Kötlu jarðvangs greindi gestunum frá því að jarðvangurinn geti verið aflvaki breytinga í samfélaginu
Hanna Valdís Jóhannsdóttir aðstoðarþjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, Nicolas, Asier, Sigurður og Jóhannes við Fjaðrárgljúfur
Hanna Valdís Jóhannsdóttir aðstoðarþjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, Nicolas, Asier, Sigurður og Jóhannes við Fjaðrárgljúfur
Hópurinn í íshellaferð í Kötlujökli með Davíð Geir Jónassyni jöklaleiðsögumanni
Hópurinn í íshellaferð í Kötlujökli með Davíð Geir Jónassyni jöklaleiðsögumanni
Nicolas, Sigurður, Ann, Asier, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri og Jóhannes við nýjan fræðslustíg á Þorvaldseyri um Eyjafjallajökul. Asier sagðist hvergi hafa séð jafn vel heppnaðan fræðslustíg um jarðminjar í öðrum jarðvöngum, en Asier er fulltrúi Alþjóða jarðfræðisambandsins í jarðvangsnefnd UNESCO og hefur heimsótt jarðvanga um allan heim
Nicolas, Sigurður, Ann, Asier, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri og Jóhannes við nýjan fræðslustíg á Þorvaldseyri um Eyjafjallajökul. Asier sagðist hvergi hafa séð jafn vel heppnaðan fræðslustíg um jarðminjar í öðrum jarðvöngum, en Asier er fulltrúi Alþjóða jarðfræðisambandsins í jarðvangsnefnd UNESCO og hefur heimsótt jarðvanga um allan heim

Comments


bottom of page