top of page

18 nýir hnattrænir UNESCO jarðvangar

Nú í vor samþykkti framkvæmdastjórn UNESCO 18 nýja jarðvanga og eru nú 195 hnattrænir UNESCO jarðvangar í 48 löndum, en tvö lönd bættust nú í hóp jarðvangslanda, þ.e. Nýja-Sjáland og Filippseyjar. Fjórir þessara 18 nýju jarðvanga eru í Evrópu, þar af einn á Norðurlöndum, Sunnhordland í Noregi. Evrópsku jarðvangarnir eru nú 98 talsins í 28 löndum, þar af 13 á Norðurlöndum.

Nýju jarðvangarnir kynntu sig á fjarfundi á alþjóðadegi umhverfisins, 6. júní sl. og var magnað að sjá hversu jarðvangarnir voru stoltir af því að vera komnir í hóp hnattrænna UNESCO jarðvanga, og stórkostlegar myndir og myndbönd frá hinum ýmsu jarðvöngum WELCOME DIGITAL EVENT FOR THE NEW UNESCO GLOBAL GEOPARKS6 June 2023, at 12:00 GMT - Global Geoparks Network. Fundurinn var tekinn upp og verður væntanlega gerður aðgengilegur síðar.12 views

Comments


bottom of page