Á fundi framkvæmdastjórnar UNESCO nú í apríl 2022 var formlega samþykkt að átta nýir jarðvangar bættust í hóp hnattrænna UNESCO jarðvanga (UNESCO Global Geoparks), þar á meðal voru fyrstu hnattrænu jarðvangarnir í Luxemborg og Svíþjóð. Alls eru nú 177 hnattrænir UNESCO jarðvangar í 46 löndum, þar af tveir á Íslandi, Katla og Reykjanes. 94 þeirra eru í 28 löndum Evrópu.
Tengslanet hnattrænna jarðvanga (Global Geoparks Network) hefur nú uppfært kort og lista um jarðvangana og helstu verkefna þeirra.
Einnig hefur Tengslanetið tekið saman leiðbeiningarit fyrir jarðvanga.
コメント