top of page

Alþjóðlega UNESCO jarðvangsráðstefnan í september 2025 í Chile

  • sigurdur5
  • Jun 26
  • 1 min read

Í byrjun september verður haldin 11. alþjóðlega UNESCO jarðvangsráðstefnan í Kütralkura Geopark í Chile.  Ráðstefnan verður sett mánudaginn 8. september og lýkur föstudaginn 12. september. Fulltrúar beggja íslensku hnattrænu UNESCO jarðvanganna munu sækja ráðstefnuna.

Ráðstefnan er öllum opin og í aðdraganda ráðstefnunnar fundar UNESCO nefndin sem fer m.a. yfir skýrslur úttektaraðila varðandi endurvottun núverandi jarðvanga, og umsóknir um nýja hnattræna jarðvanga.

Nánari upplýsingar má nálgast á þessari vefsíðu: Conferencia Internacional sobre Geoparques Mundiales de la UNESCO 2025.


Comments


bottom of page