top of page

Dagur jarðar og 8 nýir UNESCO hnattrænir jarðvangar

22. apríl ár hvert er Dagur jarðar, eða dagur móður jarðar, International Mother Earth Day. Víða um heim er umfjöllun um ýmis hnattræn málefni eins og loftslagsbreytingar og endurheimt vistkerfa. Að þessu sinni fellur dagurinn á Sumardaginn fyrsta á Íslandi. Þennan dag mun Tengslanet hnattrænna jarðvanga (Global Geoparks Network) standa fyrir dagskrá á youtube í tilefni dagsins og jafnframt verða kynntir átta nýir meðlimir í netverki jarðvanganna; Belitong í Indónesíu, Saimaa í Finnlandi, Vestjylland í Danmörku, Thuringia Inselsberg-Drei Gleichen í Þýskalandi, Grevena-Kozani í Grikklandi, Aspromonte og Majella á Ítalíu og Holy Cross Mountains í Póllandi.

Dagskráin stendur yfir kl. 12-15 á fimmtudaginn, 22. apríl 2021, á slóðinni https://www.youtube.com/channel/UCUghhLY2we8YMUHoa6JGBbQ2 views

Comments


bottom of page