top of page

Evrópsk jarðvangaráðstefna á Reykjanesi 2024Dagana 28. og 29. mars sl. var haldinn árlegur vorfundur í tengslaneti evrópskra jarðvanga (European Goeparks Network) í Hateg í Rúmeníu, og sóttu hann tveir fulltrúar frá Kötlu jarðvangi og aðrir tveir frá Reykjanes jarðvangi. Unnið er að stefnumótun fyrir tengslanetið, m.a. í ljósi mikillar fjölgunar jarðvanga á undanförnum árum. Í fyrsta sinn var nú kosið á milli jarðvanga til að halda haustráðstefnu tengslanetsins, en hún er haldin annað hvert ár, næst haustið 2024. Fjórir jarðvangar buðust til að halda ráðstefnuna; Chelmos-Vouraikos Geopark í Grikklandi, Odsherred Geopark í Danmörku, Reykjanes jarðvangur og Salpausselkä Geopark í Finnlandi. Svo fór að langflestir völdu Reykjanesið og verður því í fyrsta sinni stór viðburður á Íslandi um jarðvanga í byrjun október 2024, en gert er ráð fyrir að fjöldi þátttakenda geti jafnvel orðið allt að 600 manns.

Skv. ákvörðun tengslanetsins á fundi í Hondsrug í Hollandi í apríl 2022 verða haustfundir tengslanetsins framvegis stafrænir til að draga úr vistspori starfseminnar. En ráðstefnur UNESCO um jarðvanga eru líka haldnar annað hvert ár, á móti evrópsku ráðstefnunum, og nú í september 2023 verður haldin á vegum M´Goun UNESCO Global Geopark, fyrsta jarðvangsins í Afríku, í borginni Marrakesh í Marokkó 8. – 10. september. Ráðstefnan er öllum opin, sjá https://mgounggn2023.org/30 views

Comments


bottom of page