Náttúrufræðistofnun, fimmtudagurinn 20. mars 2014 kl.10
• Sigurður Sigursveinsson rakti tilurð jarðvanga og stofnun European Geoparks Network og Global Geoparks Network og áform um nánari tengsl UNESCO og Global Geoparks Network.
• Steingerður Hreinsdóttir greindi frá tilurð og starfsemi Katla Global Geopark, eina íslenska jarðvangsins sem fengið hefur alþjóðlega vottun. Katla jarðvangur tekur til sveitarfélaganna þriggja; Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra.
• Eggert Sólberg Jónsson greindi frá stofnun og starfsemi Reykjanes Geopark Project. Jarðvangurinn er í aðildarferli að alþjóðlegu samtökunum og stefnir á aðild 2015. Jarðvangurinn tekur til sveitarfélaganna fimm; Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Reykjanesbæjar og Voga.
• Edda Arinbjarnar greindi frá vinnu við uppbyggingu SAGA Geopark Project. Jarðvangurinn var stofnaður formlega 1. mars 2013 sem frjáls félagasamtök. Svæði jarðvangsins tekur m.a. til Reykholtsdals, Hálsasveitar, Hvítársíðu, Tvídægru/Arnarvatnsheiðar, Eiríksjökuls, Oks og hluta af Langjökli. Svæðið er allt innan marka sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Jarðvangurinn stefnir að því að senda umsókn til EGN árið 2016 eftir að hafa unnið eftir stefnumörkun erlendu jarðvangssamtakanna og fylgja þannig ráðleggingum Patrick McKeever, en hann heimsótti svæðið sumarið 2013.
• Í umræðum að loknum framsöguerindum kom fram almennur vilji til að stofna formlegan samráðsvettvang jarðvanga. Auk þeirra aðila sem boðaðir voru á þennan fund komu fram ábendingar um að bæta við fulltrúa náttúruverndarsamtaka (t.d. sameiginlegan fulltrúa Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands) og fulltrúa frá samstarfsnefnd opinberu háskólanna, en innan þeirra vébanda eru einmitt þau fræðasvið sem helst eiga snertifleti við starfsemi jarðvanga, t.d. jarðfræði, landfræði og ferðamálafræði.
• Rætt var um að Sigurður hefði frumkvæði að boðun næsta fundar á hausti komanda.
Á fundinn mættu:
Sigurður Sigursveinsson Háskólafélag Suðurlands sigurdur@hfsu.is
Sigmundur Einarsson Náttúrufræðistofnun Íslands sigmundur@ni.is
Ólafur A. Jónsson Umhverfisstofnun olafurj@ust.is
Sigurlaug M. Hreinsdóttir Jarðfræðafélag Íslands sillamaj@gmail.com
Eiríkur Smári Sigurðsson Íslenska UNESCO nefndin esmari@hi.is
Guðríður Þorvarðardóttir Umhverfis- og auðlindaráðun. gudridur.thorvardardottir@uar.is
Edda Arinbjarnar Saga jarðvangur edda@husafell.is
Lovísa Ásbjörnsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands lovisa@ni.is
Karl Benediktsson Félag landfræðiinga kben@hi.is
Uggi Ævarsson Minjastofnun Íslands uggi@minjastofnun.is
Björn Jóhannsson Ferðamálastofa bjorn@ferdamalastofa.is
Unnar Bergþórsson Saga jarðvangur unnar@pipar.is
Steingerður Hreinsdóttir Katla jarðvangur steingerdur@katlageopark.is
Eggert Sólberg Jónsson Reykjanes Geopark eggert@heklan.is
Comments