Fundur haldinn á Náttúrufræðistofnun Íslands 10. mars 2020 kl. 13-15:30
Á fundinn mættu: Lovísa Ásbjörnsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands, Berglind Sigmundsdóttir Katla jarðvangur, Daníel Einarsson Reykjanes jarðvangur, Sigurður Sigursveinsson Háskólafélag Suðurlands, Guðríður Þorvarðardóttir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Íslenska UNESCO nefndin, Uggi Ævarsson Minjastofnun Íslands, Auður Magnúsdóttir Landvernd, Þuríður H. Aradóttir
Markaðsstofa Reykjaness, Guðný Hrafnkelsdóttir Ferðamálastofa (í fjarfundarbúnaði).
Fulltrúar sem afboðuðu komu sína: Guðbjörg Gunnarsdóttir Umhverfisstofnun, Þorsteinn Sæmundsson Jarðfræðifélag Íslands, Rannveig Ólafsdóttir Líf- og umhverfisvísindasvið HÍ, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir Íslandsstofa, Magnús Guðmundsson Vatnajökulsþjóðgarður. Ekki náðist í fulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Forsætisráðuneytinu og Jarðvísindastofnun HÍ.
Dagskrá fundar: Haldin voru stutt erindi um jarðvangana og málefni sem tengjast þeim.
• Berglind Sigmundsdóttir – Katla jarðvangur.
Kynning á jarðvangingum og starfsemi hans. Berglind fór m.a. yfir áherslur í starfi, uppbygging innviða, áfangastaðaáætlun (destination management plan), sýnileika, markaðssetning, samstarf við hagsmunaðila, ráðstefnur, GEOskólar, fræðsla í grunnskólum jarðvangsins, gestastofan á Þorvaldseyri, erlent samstarf. Framundan er stefnumótunarvinna með Alta, undirbúa UNESCO úttekt á Kötlu jarðvangi 2021 og European Geopark Network Meeting sama ár í Vík í Mýrdal. Goslokahátíð í tilefni að 10 ár eru liðin frá Eyjafjallagosinu, verið að undirbúa jarðvangsviku o.fl.
• Daníel Einarsson – Reykjanes jarðvangur
Rakin saga jarðvangsins, fóru í UNESCO úttekt síðasta sumar. Mikil innviðauppbygging t.d. við Brimketil, Gunnuhver og Reykjanesvita. Vottun fyrirtækja innan jarðvangsins. Þurfa að bæta heimasíðu, auka sýnileika innan Keflavíkurflugvallar, meiri áherslur á jarðfræði, ný gestastofa - Duushús hefur verið rekið með markaðsstofunni. Hugmyndir um að stækka jarðvanginn um meira en 10%.
• Sigurður Sigursveinsson – Global Geoparks Network og UNESCO Global Geopark
Saga European Geoparks network, Global Geoparks og breytingar sem urðu 2015 þegar
samtökin urðu UNESCO Global Geoparks. Í dag eru 162 Global Geoparks í 44 löndum.
• Guðríður Þorvarðardóttir – Friðlýsingar innan íslensku jarðvanga
Farið yfir verndarflokk 2. áfanga rammaáæltunar, markmið er að vernda vantasvið t.d.
Markarfljóts, gegn orkuvinnslu. Hægt að sjá friðlýsingar á heimasíðu UST. Friðlýsingarferlið tekur frá 8 vikum til 3 mánuði. Átak í friðlýsingum á þessu kjörtímabili. Farið yfir svæði sem sett voru fram í náttúruverndaráætlunum 2004-2008 og 2009-2013, og tillögur Náttúrufræðistofnunar um verndarsvæði á B-hluta (framkvæmdaráætlun) náttúruminjaskrár. Lög um verndarsvæði í byggð - tekið dæmi um Vesturhluta Víkur í Mýrdal og Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.
• Lovísa Ásbjörnsdóttir – Jarðminjaskrá og vöktun á íslenskri náttúru
Kynning á verkefnum Náttúrufræðistofnunar sem snúa að jarðminjaskráningu og
jarðfræðikortlagningu. Nýtt verkefni sem hófst 2019 og snýr að vöktun náttúruverndarsvæða
vegna álags af völdum ferðamanna. Langtímavöktun sem jarðvangar gætu tekið þátt í.
• Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir – Íslenska UNESCO nefndin
Kynning á nýrri heimasíðu https://unesco.is/ . Þar má finna yfirlit sem heyrir undir UNESCO á
Íslandi. Sagt var frá fundi allra UNESCO svæðanna á Íslandi (heimsminjasvæði og jarðvangar).
Island verður í framboði til framkvæmdastjórnar UNESCO. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
• Annað
Katla jarðvangur stefnir að því að halda European Geopark Network Meeting í apríl 2021 og sem haldin verður í Vík í Mýrdal. Mikil kostnaður fylgir því að halda slíkan fundi.
Til stendur að setja upp einfaldan vef fyrir samráðsvettvang íslensku jarðvanganna.
Kallað er eftir meira samstarfi við fulltrúa samráðsvettvangsins.
Halda næsta fund í haust.
Fundi slitið kl. 15:30
Comments