top of page

Fundur í Íslandsnefndinni 29.6. 2021


Fundur í Íslandsnefnd hnattrænna UNESCO jarðvanga 29.6. 2021 kl. 14 (fjarfundur)


Mætt: Berglind Sigmundsdóttir, Jóhannes M. Jóhannesson, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Þuríður Aradóttir Braun, og Sigurður Sigursveinsson sem ritaði fundargerð.

Sigurður setti fund og kynnti eina dagskrármálið, val á fulltrúa Íslands í Ungmennaráð hnattrænna UNESCO jarðvanga (Global Geoparks Network Youth Forum), en gert er ráð fyrir að hann/hún sæki

Berglind sagði frá áformum um stofnun Samráðsnefnd ungmenna Kötlu jarðvangs, en ungmennaráð sveitarfélaganna þriggja munu hvert tilnefna einn fulltrúa í samráðsnefndina. Ungmennaráð Rangárþings eystra og Skaftárhrepps hafa tilnefnt sína fulltrúa, og hafa þær báðar áhuga á því að verða fulltrúi Íslands, en beðið er tilnefningar ungmennaráðs Mýrdalshrepps. Þuríður hefur einn fulltrúa í huga í þessu sambandi af hálfu Reykjanes jarðvangs.

Nú liggur fyrir að ferð fulltrúa Íslands á níundu International Conference on UNESCO Global Geoparks í Suður-Kóreu í desember 2021 verður fjármögnuð af Global Geoparks Network, en áður en það lá fyrir hafði fengist 100.000 króna styrkur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til íslensku UNESCO nefndarinnar vegna verkefnisins. Fyrir liggur áhugi hjá jarðvöngunum tveimur að sendir verði tveir fulltrúar á ráðstefnuna, einn frá hvorum jarðvangi, og þeir deili kostnaði við það. Samþykkt að stefna að þessu og jarðvangarnir tveir komi sér saman um val á fulltrúunum, en senda þarf nafn landsfulltrúans til GGN á morgun.

Fundarmenn lýstu ánægju sinni með aðkomu ungmenna að málefnum jarðvanganna.

Comments


bottom of page