17. evrópska ráðstefna jarðvanga var haldin á Ítalíu 28. – 30. september en 27. september var fundur í samráðsnefnd evrópskra jarðvanga (EGN – Coordination Committee), en í henni eru tveir fulltrúar frá hverjum jarðvangi. Tveir sóttu ráðstefnuna frá Kötlu jarðvangi en fjórir frá Reykjanes jarðvangi. Hvor jarðvangur var með tvö erindi á ráðstefnunni. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna. Í skoðanakönnun meðal ráðstefnugesta kom fram nokkur óánægja með upplýsingamiðlun fyrir og á ráðstefnunni, og óánægja með veitingar og fyrirkomulag þeirra. Mest ánægja var með tækifæri til tengslamyndunar. - Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Kötlu jarðvangs: Frétt - Katla | Geopark (katlageopark.is)
Á fundi samráðsnefndarinnar var dreift eintökum af nýrri bók um jarðvanga á eldfjallasvæðum Evrópu, og er þar að finna innlegg frá báðum íslensku jarðvöngunum.
Comments