top of page

Fyrsti evrópski jarðvangafundurinn síðan í september 2019

Venjan er sú að Samráðsnefnd evrópskra jarðvanga (European Geoparks Coordinaton Committee, EGN-CC) hittist tvisvar á ári, í mars og september, og er ætlast til þess að tveir fulltrúar hvers jarðvangs sæki þessa fundi. Fulltrúar Reykjanes jarðvangs eru Daníel Einarsson og Þuríður Aradóttir Braun, en fulltrúar Kötlu jarðvangs eru þau Berglind Sigmundsdóttir og Sigurður Sigursveinsson. Vegna heimsfaraldursins féllu þessir fundir niður 2020 og 2021, en reyndar voru þeir þá haldnir á netinu með hjálp Zoom og Teams.

Það voru því fagnaðarfundir þegar hópurinn hittist aftur í lok apríl í Hondsrug UNESCO Global Geopark í Hollandi en einnig stóð þýski jarðvangurinn Terra.vita UNESCO Global Geopark að fundinum. Á fundinum var kosið til tveggja ára í svokallaða Ráðgjafarnefnd evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network Advisory Committee, EGN-AC). Í fyrsta sinn á nú Ísland fulltrúi í þessari nefnd, Þuríði Aradóttur Braun. Þá var Sophie Justice frá Chablais UNESCO Global Geopark í Frakklandi kosinn annar umsjónarmanna Tengslanets evrópsku jarðvanganna (European Geoparks Network, EGN) í stað Kristin Rangnes frá Gea Norvegica UNESCO Global Geopark í Noregi. Hinn umsjónarmaðurinn er Charalambos (Babbis) Fassoulas frá Psiloritis UNESCO Global Geopar á Krít í Grikklandi.

Talsverð umræða var á fundinum um kolefnisspor þessara funda, og samþykkt að septemberfundurinn verði haldinn á netinu frá og með haustinu 2023. Fundurinn í haust verður haldinn í Sesia val Grande jarðvanginum á Ítalíu í tengslum við haustráðstefnu Tengslanets evrópsku jarðvanganna (EGN).


12 views

Comments


bottom of page