top of page

Námskeið og Ungmennaráð

UNESCO Global Geoparks Youth Forum (Ungmennaráð hnattrænna UNESCO jarðvanga) hefur nú tekið til starfa undir formennsku Immanuel Deo Silalahi frá Indónesíu. Fulltrúi Íslands í ráðinu er Erna Salóme Þorsteinsdóttir frá Efri-Vík í Landbroti í Kötlu jarðvangi.


Á hverju sumri er haldið námskeið um starfsemi jarðvanga og jarðferðamennsku á vegum UNESCO og Tengslaneti hnattrænna jarðvanga (Global Geoparks Network). Venjulega fer þetta námskeið fram í Lesvos UNESCO Global Geopark í Grikklandi en þriðja árið í röð verður námskeiðið haldið í fjarkennslu. Nánari upplýsingar má fá hér.


20 views

Comments


bottom of page