top of page

Námskeið um jarðvanga

Um langt árabil hefur árlega verið haldið um tíu daga námskeið í júní um jarðvanga á eyjunni Lesvos í Grikklandi. Vegna heimsfaraldursins hafa þessi námskeið nú verið haldin á netinu. Til stóð að halda það nú í júní en því hefur verið frestað til 15. – 25. nóvember 2022. Á námskeiðinu, sem haldið er í samvinnu UNESCO og Tengslanets Hnattrænna jarðvanga (Global Geoparks Network, GGN) er farið yfir öll helstu áherslusvið jarðvanga og eru starfsmenn jarðvanga og aðrir áhugasamir hvattir til að sitja þetta námskeið. Námskeiðið er nú ókeypis, og er dagskráin kl. 11-15 hvern virkan dag á þessu tímabili. Fyrirlesarar eru flestir frá einstökum jarðvöngum, í fyrra var þannig einn fyrirlestur frá Íslandi.

Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.petrifiedforest.gr/geoparks2022/, en umsóknarfrestur er til 30. september 2022.


9 views

Comentarios


bottom of page