top of page

Samráðsvettvangur jarðvanga á Íslandi

Fundur með stuðningshóp samráðsvettvangsins haldinn 5. desember 2016 á Náttúrufræðistofnun Íslands.Hópur boðaður á fund samráðsvettvangsins (skáletruð nöfn þeirra sem komust ekki á fundinn)

Lovísa Ásbjörnsdóttir, formaður Náttúrufræðistofnun Íslands

Brynja Davíðsdóttir Katla jarðvangur

Eggert Sólberg Jónsson Reykjanes jarðvangur

Sigurður Sigursveinsson Háskólafélag Suðurlands

Hildur Vésteinsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir Umhverfisstofnun

Lúðvík E. Gústafsson Jarðfræðafélag Íslands

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Íslenska UNESCO nefndin

Guðríður Þorvarðardóttir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Rannveig Ólafsdóttir Háskóli Íslands, Félag landfræðinga

Uggi Ævarsson Minjastofnun Íslands

Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastofa

Edda Arinbjarnar Saga jarðvangur

Sæunn Stefánsdóttir Samstarf opinberu háskólanna

Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun

Guðmundur Ingi Náttúruverndarsamtök

Ragnheiður Þórarinsdóttir Heimsminjar, Menntamálaráðuneytið

Örn Þór Halldórsson Samband íslenskra sveitarfélaga

Sigríður Ragnarsdóttir Íslandsstofa

Stefán Thors Forsætisráðuneytið


1. Sigurður Sigursveinsson sagði frá UNESCO Global Geoparks (UGG) sem var samþykkt 17. nóvember 2015 á aðalráðstefnu UNESCO sem þriðja UNESCO útnefningin/skráin (heimsminjar (World Heritage), verndarsvæði lífhvolfa (Man and Biosphere) og jarðvangar (Global Geoparks). Sigurður fór stuttlega yfir sögu jarðvanganna, hlutverk þeirra og markmið.


2. Eggert Sólberg framkvæmdastjóri Reykjaness jarðvangsins sagði frá starfsemi jarðvangsins. Gott samstarf er á milli jarðvangsins og Markaðsstofu Reykjaness. Jarðvangurinn hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og mótframlag frá sveitarfélögum sem standa að jarðvanginum til að bæta ferðamannastaði. Unnið hefur verið að bættri aðstöðu við t.d. Brimketil, Reykjanesvita, Gunnuhver, unnið er að gönguleiðakorti, 360° ljósmyndun og gestastofa var opnuð 2015 í Duus safnahúsinu í Reykjanesbæ. Þá hefur Reykjanes jarðvangur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist “Drifting apart” og snýr að auknu samstarfi jarðvanga í Norður-Evrópu og Kanada. Verkefnið hófst í júní 2015 og stendur í þrjú ár. Það fékk styrk úr norðurslóðaáætlun ESB 2015. Unnið hefur verið að landnýtingaráæltun eða áfangastaðaáætlun (DMP) fyrir Reykjanes. Í janúar 2019 fer Reykjanes jarðvangur í úttekt hjá UGG.


3. Sigurður Sigursveinsson sagði frá starfsemi Kötlu jarðvangsins í fjarveru Brynju Davíðsdóttur framkvæmdastjóra. Katla jarðvangur fékk gula spjaldið haustið 2015 eftir að úttektaraðilar UGG höfðu heimsótt jarðvanginn þá um sumarið. Alls bárust 17 ábendingar um úrbætur í jarðvanginum. Jarðvangurinn hefur tvo ár til að leysa úr þessum málum og senda greinargerð til UNESCO um úrbætur. Sveitarfélögin sem standa á bak við Kötlu jarðvanginn eru fámenn. Styrkur hefur fengist frá Menntamálaráðuneytinu. Í fjárlagafrumvarpi 2017 er viljayfirlýsing um að jarðvangurinn fái 20 millj. kr. á ári næstu fimm árin. Það mun gera jarðvanginum kleift að ráða annan starfsmann í fullt starf.


4. Umræður um íslensku jarðvangana:

a. Merkingar og upplýsingaskilti. Samræma þarf upplýsingaskilti og merkingar fyrir íslensku jarðvangana. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður hafa unnið að samræmingu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða.

b. Stuðla þarf að öflugri kynningu á íslensku jarðvöngunum er snýr að sérstökum jarðminjum, nútíma eldvirkni o.fl. Sýnileiki jarðvanganna mætti vera meiri.

c. Jarðvangarnir hafa fundað með fulltrúum íslensku UNESO nefndarinnar og rætt grundvöll fyrir málþingi eða einhverskonar viðburðum einu sinni á ári til að vekja athygli á starfsemi UNESCO svæðanna á Íslandi; heimsminjasvæðum og jarðvöngum.

d. Samráðsvettvangurinn hefur áhuga á að þýða bækling um UNESCO alþjóðlega jarðvanga (UNESCO Global Geoparks) sem var gefin út af UNESCO fyrr á árinu. Sótt hefur verið um styrk hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytisinu. Vonast er til að bæklingurinn upplýsi sveitarfélög og almenning um starfsemi og markmið jarðvanga.

e. Tillögur hafa verið settar fram um íslenskar þýðingar á algengum orðum sem notuð eru meðal jarðvanga s.s. geosite verði jarðvætti, geoeducation verði jarðmenntun, og geotourism verði jarðferðamennska.
Comentarios


bottom of page