top of page

Staða Kötlu jarðvangs

Framtíð Kötlu jarðvangs er enn í nokkurri óvissu. Bergind Sigmundsdóttir framkvæmdastjóri lét af störfum um síðustu mánaðamót eftir einstaklega öflugt starf undanfarin ár. Sveitarfélögunum þremur, sem standa að Kötlu jarðvangi, hafa borist áskoranir úr ýmsum áttum um að halda áfram stuðningi sínum við jarðvanginn. Má þar nefna áskorun frá sex innlendum stofnunum og félagasamtökum displaydocument.aspx.pdf (oneportal.is) og einnig frá forseta Tengslanets hnattrænna jarðvanga (Global Geoparks Network, GGN) displaydocument.aspx.pdf (oneportal.is).


Í fundargerð sveitarstjórnar Mýrdalshrepps var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur samtakanna Global Geoparks Network. Sveitarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að finna leið til að fjármagna rekstur jarðvangsins enda gegnir hann mikilvægu hlutverki og heldur utan um stórbrotna jarðfræðilega minjastaði.


Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) bókaði eftirfarandi viðbrögð við bréfi GGN:

Formaður kynnir erindi frá framkvæmdastjórn Global Geoparks Network (GGN) en samtökin hafa áhyggjur af þróun mála varðandi fjármögnun Kötlu jarðvangs en rekstur jarðvangsins hefur hingað til verið fjármagnaður af ríki og sveitarfélögum.

UNESCO vottun á Kötlu jarðgarði má rekja til alþjóðlegrar viðurkenningar á framúrskarandi jarðfræðilegri arfleið svæðisins og sem styður við landsvæðisþróun þess.

Framkvæmdastjórn GGN og aðrir UNESCO jarðvangar lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi rekstur Kötlu jarðvangs og vona að fljótt verði fundin lausn til að hægt verði að halda áfram rekstri hans og því árangursríka starfi sem staðið hefur síðan 2011.

Stjórn SASS tekur undir áhyggjur samtakanna Global Geoparks Network og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að finna leið til að fjármagna rekstur jarðvangsins enda gegnir hann mikilvægu hlutverki og heldur utan um stórbrotna jarðfræðilega minjastaði.

Í fundargerð Skaftárhrepps var eftirfarandi bókað:

Lagt fram bréf, dagsett, 20. apríl 2023 vegna starfsemi Kötlu UNESCO Global Geopark.

Lagt fram til kynningar.


Sveitarstjórn Rangárþings eystra virðist hins vegar ekki hafa tekið erindi GGN fyrir.


Áður hafði Þuríður Aradóttir Braun birt grein í Dagskránni og á sunnlensku fréttavefjunum, Glötuð tækifæri til framtíðar í Rangarþingi eystra, Mýrdal og Skaftárhreppi - DFS.is. Þá hafði stjórn Háskólafélags Suðurlands sent sveitarfélögunum hvatningu og tveir stjórnarmenn jarðvangsins sömuleiðis.


Ekki hafa borist viðbrögð við erindi Íslandsnefndar til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, né heldur samrits þess til innviðaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.


34 views

Comments


bottom of page