Jarðvangar eru samfelld landfræðileg svæði, þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvæg á heimsvísu og er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Í hnattrænum UNESCO jarðvangi eru jarðminjar (e. geological heritage) nýttar ásamt öðrum náttúru- og menningarminjum svæðisins til að vekja athygli og skilning á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við samfélagi okkar: sjálfbærri nýtingu auðlinda, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara. Með því að vekja athygli á mikilvægum jarðminjum í sögulegu og samfélagslegu samhengi efla hnattrænu UNESCO jarðvangarnir stolt og staðarvitund íbúa og styrkja þannig samband þeirra við svæðið. Jarðferðamennska (e. geotourism), leiðir til nýsköpunar í atvinnurekstri með nýjum störfum og hágæða þjálfun og skapar ný tækifæri til tekjuöflunar á sama tíma og jarðfræðilegar auðlindir svæðisins eru verndaðar.