top of page

 European Geoparks Network  (Tengslanet evrópskra jarðvanga) var stofnað árið 2000 af fjórum jarðvöngum; Haute-Provence í Frakklandi, Vulkaneifel í Þýskalandi, Lesvos í Grikklandi og Maestrazgo á Spáni. Núna, árið 2020, eru þeir 81 að tölu í 26 löndum. Rekja má upphaf hreyfingarinnar til fundar sem haldinn var í Digne les Bains 1991 þar sem undirrituð var svokölluð Digné yfirlýsing um Minni jarðarinnar (International declaration of the rights of the memory of the Earth.

Hver jarðvangur á tvo fulltrúa í EGN Coordination Committee en hún fundar tvisvar á ári í einhverjum jarðvangi netverksins. Annað hvert ár er haustfundurinn tengdur ráðstefnu netverksins og er hún öllum opin.

bottom of page