top of page

Global Geoparks Network (GGN), sem hefur verið þýtt sem Tengslanet hnattrænna jarðvanga, samþykkti 2023 að beina því til jarðvanganna að stofnuð yrði félagsdeild GGN í hverju landi. Fyrir eru landsnefndir eða samráðsvettvangar í hverju landi, gjarnan með aðkomu ýmissa stofnana og félagasamtaka. Rétt þótti að til væri sjálfstæð deild GGN í hverju landi þar sem einungis jarðvangarnir sjálfir stæðu að. GGN lagði til sniðmát að samþykktum og fyrri hluta árs 2025 samþykktu báðir íslensku jarðvangarnir að stofna slíka deild, og gengu frá samþykktum í því sambandi. Þær bíða nú staðfestingar GGN

bottom of page