top of page

Í starfsreglum hnattrænna UNESCO jarðvanga er hvatning til viðkomandi landa að taka virkan þátt í þróun þarlendra jarðvanga. Löndin eru því hvött til að setja landsnefndir á laggirnar en heiti þeirra er með ýmsum hætti (á ensku t.d. National Committee, National Forum eða National Task Force. Hér á landi hefur heitið Samráðsvettvangur íslenskra jarðvanga verið notað en ákveðið hefur verið að  breyta því  í Íslandsnefnd Hnattrænna jarðvanga (á ensku Iceland National Committee, UNESCO Global Geoparks) og hefur nefndin fengið lógó í samræmi við reglur UNESCO.

 

Undirbúningsstofnfundur samráðsvettvangsins var haldinn 20. mars 2014 en formlegur stofnfundur 25. ágúst 2015.  Að jafnaði hefur samráðsvettvangurinn fundað árlega síðan, en þó féll niður fundurinn 2017 og 2019.

Eftirfarandi aðilar eiga fulltrúa í samráðsvettvangnum, þ.e. Íslandsnefndinni:

 

Ferðamálastofa

Félag landfræðinga

Háskólafélag Suðurlands

Íslandsstofa

Íslenska UNESCO nefndin

Jarðfræðafélag Íslands

Katla jarðvangur

Landvernd

Minjastofnun

Náttúrufræðistofnun Íslands

Reykjanes jarðvangur

Samband íslenskra sveitarfélaga

Samstarfsnefnd opinberu háskólanna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Umhverfisstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

Eftirfarandi drög að skilgreiningu á hlutverki Íslandsnefndarinnar voru kynnt á fundi nefndarinnar 24.11. 2020:

Markmið Íslandsnefndarinnar er að;

 • fjölga hnattrænum UNESCO jarðvöngum á Íslandi,

 • vera samstarfsvettvangur íslenskra jarðvanga þar sem þeir geta sótt stuðning og ráðgjöf,

 • efla umfjöllun um jarðvanga og því sem þeir standa fyrir.

Hlutverk Íslandsnefndarinnar er að;

 • efla samstarf íslensku jarðvanganna og benda á möguleg ný jarðvangssvæði,

 • kynna ný UGGp (UNESCO Global Geoparks) verkefni innanlands

 • aðstoða við endurmat og stækkun jarðvanga,

 • fylgjast með mati og endurmati jarðvanga innanlands,

 • kynna stjórnsýslunni nýjar UGGp umsóknir,

 • aðstoða jarðvanga sem draga sig út úr UGGp,

 • kynna alþjóðlegt samstarf milli UGGp,

 • fylgjast með starfsemi og nefndarstörfum UGGp,

 • útvega upplýsingar um alþjóðleg og svæðabundin tengslanet jarðvanga,

 • vekja athygli á jarðminjum og mikilvægi þeirra á meðal almennings,

 • vekja athygli á verkefnum sem lúta að sjálfbærri þróun innan jarðvanganna.

Hlutverk fulltrúa Íslandsnefndarinnar er;

 • umfjöllun,

 • samstarf,

 • stuðningur.

Samstarf Íslandsnefndarinnar og íslensku UNESCO nefndarinnar:

 • Íslenska UNESCO nefndin og Íslandsnefndin starfa saman að málefnum jarðvanga.

 • Fulltrúi íslensku UNESCO nefndarinnar á sæti í Íslandsnefndinni.

 • Íslandsnefndin veitir íslensku UNESCO nefndinni ráðgjöf varðandi nýjar umsóknir jarðvanga.

large-Reynisdrangar,_loftmynd_-_Páll_JÃ
bottom of page