top of page

Stofnfundur Samráðsvettvangs íslenskra jarðvanga

Náttúrufræðistofnun, þriðjudagurinn 25. ágúst 2015 kl.12



1. Sigurður Sigursveinsson setti fundinn og greindi frá tillögu sem liggur fyrir aðalráðstefnu UNESCO í nóvember um stofnun UNESCO Global Geoparks. Tillagan felur í sér að vottaðir jarðvangar verði tengdir UNESCO með formlegum hætti. Leitast verður við að viðhalda grasrótareinkennum þeirra en vottunarferlið verður í höndum skrifstofu hjá UNESCO. Ekki er gert ráð fyrir nýjum fjárframlögum í þessu sambandi frá UNESCO en gert ráð fyrir að árgjald hvers jarðvangs til UNESCO verði 1000 USD. Ef tillagan verður samþykkt er gert ráð fyrir að gert verði svokallað combined logo fyrir jarðvangana, líklega samsett úr merki UNESCO og merki Global Geoparks Network (GGN). Heimsminjaskrá UNESCO var komið á fót 1972, UNESCO Global Geoparks yrði fyrsta nýja áætlun UNESCO frá tilkomu Heimsminjaskrárinnar (World Heritage Sites).


2. Fulltrúar Katla Geopark (Brynja Davíðsdóttir) og Reykjanes Geopark (Eggert Sólberg Jónsson) gerðu grein fyrir starfseminni undanfarin misseri en Edda Arinbjarnar frá Saga Geopark í Borgarfirði hafði boðað forföll á fundinn.

Brynja hóf störf í febrúar 2015. Í sumar var komið að endurnýjun fjögurra ára vottunarinnar frá 2011, hún gekk vel. Niðurstaða fæst á fundi í Finnlandi í september. Jarðvangurinn var lengst af rekinn af Háskólafélagi Suðurlands, m.a. með IPA styrk frá ESB en nú bera sveitarfélögin þrjú hitann og þungann af rekstrinum. Fjármagn skortir inn i reksturinn en sveitarfélögin eru mjög áhugasöm, t.d. eru öll geosites í Rangárþingi eystra komin inn í aðalskipulag sveitarfélagsins. Umræða er um aðkomu ferðaþjónustuklasanna (Visit Vík og Friður og frumkraftar) að jarðvanginum.

Eggert greindi frá því að við afgreiðslu umsóknarinnar um inngöngu í GGN 2013 komu fram ábendingar um úrbætur hvað varðaði sýnileika og fleira. Unnið hefur að umbótum síðan, m.a. með opnun gestastofu í Duus húsi í sumar, uppbyggingu áfangastaða, fræðslustíga o.fl. Á fundinum í Finnlandi í september kemur í ljós hvort þau komist nú inn í GGN og verði þannig annar vottaði jarðvangurinn á Íslandi.


3. Kjör þriggja manna stjórnar samráðsvettvangsins.

Rædd var hugmynd um fulltrúa frá jarðvöngunum, Náttúrufræðistofnu og íslensku UNESCO nefndinni. Samþykkt að leggja upp með þriggja manna stjórn til að byrja með. Formaður Lovisa Ásbjörnsdóttir frá Náttúrufræðistofnun en aðrir í stjórn Brynja Davíðsdóttir og Eggert Sólberg Jónsson.

Í umræðum kom fram að hvatt væri til stofnunar samráðsvettvangs í þeim löndum sem starfræktir væru jarðvangar en hvert land setji sér reglur um starfsemi viðkomandi samráðsvettvangs. Á hverjum fundi European Geoparks Network er gefið yfirlit um starfsemi samráðsvettvanganna. Næsti fundur er 17.-19. mars. Hugmynd kom fram um að æskilegt væri að þá lægi fyrir a.m.k. drög að reglum fyrir íslenska samráðsvettvanginn sem stjórnin mundi undirbúa. Haustfundur European Geoparks Network verður haldinn í tengslum við UNESCO Geoparks ráðstefnu í Englandi 27.-30. september 2016.


Fundi slitið upp úr kl. 13.


Mætt voru: Lovísa Ásbjörnsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands, Hildur Vésteinsdóttir Umhverfisstofnun, Guðríður Þorvarðardóttir Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Björn Jóhannasson Ferðamálastofu, Rannveig Ólafsdóttir Félagi landfræðinga, Eggert Sólberg Jónsson Reykjanes Geopark,Brynja Davíðdóttir og Sigurður Sigursveinsson Kötlu Geoopark.


Forföll boðuðu Sigurlaug María Hreinsdóttir Jarðfræðafélagi Íslands, Edda Arinbjarnar Saga Geopark, Uggi Ævarsson Minjastofnun Íslands, og fulltrúar frá íslensku UNESCO nefndinni og samstarfsnefnd opinberu háskólanna.



bottom of page