top of page

3rd EGN DIGITAL FORUM 26th January 2021, 9.00 – 13.00 GMT

Í dag, 26. janúar 2021, var haldinn þriðji stafræni fundur Tengslanets evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network, EGN). Að jafnaði hittist þessi hópur tvisvar á hefðbundinn hátt, á fundi í mars annars vegar, og á fundi í september hins vegar. Báðir fundir síðasta árs féllu niður vegna heimsfaraldursins en stefnt er að halda marsfundinn 2021 í Papuk í Króatíu í júní næstkomandi. Tvísýnt er þó hvort það takist.

Á fjarfundinn í dag mættu um 140 manns með milligöngu Gotomeeting hugbúnaðarins, en hér á landi hefur t.d. Nýsköpunarmiðstöð Íslands nýtt sér hann á námskeiðum. Tæknilega gengur þetta vel fyrir sig og er „chattið“ mikið notað til að skiptast á skoðunum. Evrópska tengslanetinu stýra þessi misserin þau Kristin Rangnes frá Gea Norwegica Geopark í Noregi og Charalambos (Babbis) Fassoulas frá Psiloritis Geopark á Krít í Grikklandi.

Í máli Kristof Vanderberghe hjá UNESCO kom m.a. fram að öllum úttektum á jarðvöngum hefur verið frestað til a.m.k. 1. maí nk. Engar úttektir fóru fram í fyrra og bíða nú á annað hundrað jarðvangar úttektar, allmargar vegna nýrra umsókna en flestar vegna reglubundinna úttekta á fjögurra ára fresti. Hver úttekt kallar á um vikuvinnu fyrir tvo úttektaraðila þannig að ljóst er að þarna hefur safnast upp ansi mikill verkefnastabbi.

Sjö nýir jarðvangar í Evrópu bíða staðfestingar framkvæmdarstjórnar UNESCO og er þar á meðal einn jarðvangur í Danmörku (Vestjylland) og annar í Finnlandi (Saima). Nú eru 81 jarðvangar í evrópska tengslanetinu en verða 88 eftir þessa nýjustu viðbót.


8 views
bottom of page