top of page

Leitað eftir aðilum til að halda jarðvangsráðstefnur

Næsta evrópska jarðvangsráðstefnan verður á Ítalíu nú í lok september en næsta UNESCO jarðvangsráðstefna verður haldin í Marrakesh í Marakkó í september 2023.

Nú er leitað eftir löndum til að hýsa næstu jarðvangsráðstefnur, sjá hér

Vinna var lögð í að sækja um að hýsa UNESCO ráðstefnuna 2023 en ekki fengust viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum. Viðráðanlegra er að hýsa evrópsku jarðvangsráðstefnuna en reyndar er nú gerð m.a. krafa um að hýsa 600 manna ráðstefnu og er því vandséð að hægt sé að halda hana innan íslensku jarðvanganna, og kæmi því höfuðborgarsvæðið fremur til álita í þessu sambandi.


13 views

Comments


bottom of page