top of page

Samráðsvettvangur jarðvanga á Íslandi

Fundur haldinn 13. desember 2018 á Náttúrufræðistofnun Íslands.




Á fundinum voru: Lovísa Ásbjörnsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands, Berglind Sigmundsdóttir Katla jarðvangur, Daníel Einarsson Reykjanes jarðvangur, Sigurður Sigursveinsson Háskólafélag Suðurlands, Guðbjörg Gunnarsdóttir Umhverfisstofnun, Þorsteinn Sæmundsson Jarðfræðafélag Íslands, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Íslenska UNESCO nefndin, Guðríður Þorvarðardóttir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Rannveig Ólafsdóttir Háskóli Íslands, Uggi Ævarsson Minjastofnun Íslands, Sæunn Stefánsdóttir Samstarf opinberu háskólanna, Ragnheiður Þórarinsdóttir Heimsminjar, Menntamálaráðuneytið, Lúðvík E. Gústafsson Samband íslenskra sveitarfélaga, Sigríður Ragnarsdóttir Íslandsstofa.


Þema fundarins: Hvernig er hægt að bæta sýnileika íslensku jarðvanganna?


• Markaðssetning; vinnuhópur og samstarf

Úskýra þarf betur hérlendis hvað jarðvangur er. Katla og Reykjanes jarðvangarnir hafa verið í öflugri markaðssetningu á umliðnum árum s.s. með áfangastaðaáætlun (destination management plan), stefnumótun í ferðamálum, sóknaráætlun, samstarfi við atvinnuþróunarfélag o.fl.

Hjá Reykjanes jarðvangi er öflugt samstarf sveitarfélaga og þau standa saman að markaðsmálum með heildstæða nálgun. Hjá Kötlu jarðvangi ber meira á því að sveitarfélögin vilja halda sínum sérkennum og þar er meira um staðbundna markaðssetningu.

Mikilvægt er að jarðvangarnir dragi fram sérstöðu sína; hvað skiptir mestu máli og hvað er áhugaverðast.


Jarðvangarnir er vettvangur fyrir fræðslustarf og skólaheimsóknir sem íslenska menntakerfið mætti nýta betur en illa hefur gengur að koma því í framkvæmd.

Nemendaverkefni á háskólastigi gætu komið sterkt inn í samstarf við jarðvangana þar sem skortur er á fjármagni til rannsókna. Hægt væri að koma upp hugmyndabanka um verkefni sem stúdentar t.d. í landfræði, jarðfræði og ferðamálafræði geta leitað í. Nemendaverkefni í ferðamálafræðum hafa t.d. oft verið kostuð af ferðþjónustufyrirtækjum.


Styrkja þarf tengslin á milli UNESCO svæða á Íslandi, þ.e. heimsminja og jarðvanga.


Ekki er skortur á ferðamönnum, en upplýsingar og innviðir mættu vera betri. Þá er mikilvægt að kortleggja á hvaða staði viltu fá ferðamenn. Hæg ferðamennska (slow tourist) er alltaf að verða vinsælli.


Mikið er til af gögnum og upplýsingum t.d. um jarðfræði og menningarminjar, en fjármagn skortir til að vinna úr þeim og koma á framfæri. Náttúrufræðistofnun er mað jarðminjaskráningu og Minjastofnun er með fornleifaskráningu sem jarðvangar geta nýtt sér. Þörf er á miðlun á milli fræðinga og almennings, ferðamanna. Hugmyndir um miðlægan gagnagrunn, einhverskonar upplýsingabanki sem væri opinn öllum.

Katla jarðvangur hefur verið í alþjóðlegu samstarfsverkefni um hvernig er að búa í nálægð eldfjalla, reynslusögur um að lifa af hamfarir, þróun og enduruppbygging svæða. Verkefnið heitir RURITAGE og er styrkt af Horison 2020 áætluninni og markmiðið er að miðla þekkingu og nýta arfleiðina til byggðaþróunar.


• Málþing, ráðstefna (-ur)

Á árinu héldu jarðvangarnir tvær stórar ráðstefnur:

1. Drifting apart ráðstefna um samstarfsverkefni UNESCO jarðvanga. Haldin í Reykjanesbæ.

2. Kötluráðstefnan haldin í tilefni að 100 ár voru liðin frá Kötlugosin 1918. Haldin í Vík.


Íslenska UNESCO nefndi er tilbúin að halda ráðstefnu/málþing um íslensku UNESCO heimsminjar og jarðvanga á næsta ári. Mikilvægt að UNESCO nefndin sé faglegur spegill og fylgist með verkefnum jarðvanganna. Ákveðið á fundinum að bjóða Vatnajökulsþjóðgarði í samráðsvettvang jarðvanga.


• Vefur, miðlun

Jarðvangarnir eru báðir með upplýsingar um starfsemi sína á vefnum (http://www.katlageopark.com/ , http://www.reykjanesgeopark.is/).

Jarðvangarnir eru áhugasamir um að koma upp sameiginlegum vef og til er lénið geopark.is. Sameiginlegur vefur íslenskra jarðvanga er hugsaður sem fyrsti staður í að heimsækja jarðvangana og þar verður hægt að finna allar grunnupplýsingar. Vefurinn yrði aðgengilegur í snjalltækjum.

Hugmyndir um Geoskóla app þar sem finna má fræðslu og gönguleiðir.


• Kynningarefni, bæklingar

Hugmyndir um að gefa út sameiginlegan bækling. Áhugi er fyrir hendi en tími og fjármagn skortir.

Íslandsstofa er með infograf sem hefur virkað mjög vel.

Varðandi erlenda markaðssetningu geta jarðvangarnir verið í samstarf við Íslandsstofu.


• Íslenskt tengslanet

Mikilvægt að hafa sérstakt íslenskt tengslanet, en hvernig er hægt að virkja það betur?

• Kalla til mismunandi aðila

• Samkomulag um samvinnu


Þessi samráðsvettvangur er hugsaður þannig. Gott er að efla samstarf og jafnvel að þróa net í netinu.

Okkur miðar áfram og skiptir þar mestu máli formleg alþjóðleg staðfesting UNESCO.

Samstarf við stofnanir og háskóla hefur verið að þróast.


Þetta er langtímaverkefni og samstarf jarðvanganna er mjög mikilvægt. Þeir eru ekki í samkeppni sín á milli.


Ekki er vitað til þess að nýir jarðvangar séu að sækja um aðild, en talið er að Borgarbyggð muni sækja um aftur og nú fyrir svæði sem þekur allt sveitarfélagið. Saga jarðvangur sótti um 2017 en umsóknin var ekki samþykkt.



bottom of page